Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:00 Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Getty/Michael Molzar Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira