Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Paris-Saint Germain unnu sex marka sigur á Chartres í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Guðjón Valur skoraði 4 mörk af 36 mörkum PSG í 36-30 útisigri. Markahæstir í liði PSG voru Kim Ekdahl og Nedim Ramili með sex mörk.
Heimamenn í Chartres byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn komst PSG yfir. Í hálfleik var staðan 14-17 fyrir PSG.
Gestirnir juku forystu sína í seinni hálfleik og unnu að lokum þægilegan sigur.
Guðjón Valur skoraði fjögur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn