Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Björn Þorfinnsson skrifar 19. september 2019 06:15 Eiríkur baðst einn afsökunar á umfjöllun sinni um málið. Fréttablaðið/Valli Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira