Pepsi Max-mörkin um þjálfaraskiptin í Árbænum: Hvað liggur á að tala um þetta? Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 08:30 Helgi Sigurðsson er á sínu síðasta tímabili með Fylki. vísir/bára Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45
Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn