Katrín Tanja heldur ræðu á ráðstefnu ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 14:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018 CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018
CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira