Pepsi Max-mörkin: FH-liðið árið 2005 það besta sem Davíð spilaði með og Atli besti leikmaðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 12:00 Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37