Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2019 23:15 Hvítabirnir geta náð 40 kílómetra hraða á klukkustund á spretti. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen. Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen.
Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30