Ríkisstjórnin missti meirihlutann í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 08:44 Aksel V. Johannesen, formaður Javnaðarflokksins og lögmaður Færeyja, segist ætla að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort möguleiki sé á samstarfi. Vísir/Getty Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing. Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing.
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18