Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2019 22:00 Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian. Vísir/Sigurjón Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira