Slóvakar munu ekki gefa neitt eftir Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 14:30 Margt líkt er með liði Slóvaka og liði Ungverja sem Ísland vann 4-1 síðastliðinn fimmtudag. Hér fagna Stelpurnar okkar sigrinum á Ungverjalandi með víkingaklappi í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira