Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Slóvökum: Elín Metta stóð upp úr Íþróttadeild skrifar 2. september 2019 21:09 Elín Metta fagnar. Hún er komin með þrjú mörk í undankeppni EM. vísir/vilhelm Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti