Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Sorpa Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45