Hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 07:45 Sigríður kveðst hafa gefið sér góðan tíma til að kynnast bæði búðareigendum og viðskiptavinum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira