Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Hleðslustöð ON. Fréttablaðið/Valli Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira