Southgate þarf ekki að velja á milli Alexander-Arnold og Wan-Bissaka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:30 Aaron Wan-Bissaka í leik með Manchester United á tímabilinu. Getty/Matthew Ashton Bakvörður Manchester United hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna bakmeiðsla. Aaron Wan-Bissaka hefur spilað vel í fyrstu leikjum sínum með Manchester United en ekkert verður að því að hann fái tækifæri með enska landsliðinu í þessu landsleikjahléi. Gareth Southgate valdi Aaron Wan-Bissaka í hópinn fyrir leikina á móti Búlgaríu og Kósóvó í undankeppni EM 2020 en Wan-Bissaka varð að draga sig út úr hópnum vegna bakmeiðsla.Manchester United full-back Aaron Wan-Bissaka has withdrawn from the England squad because of a back injury. More https://t.co/ZWIbiU769dpic.twitter.com/2zMORtNpfK — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Aaron Wan-Bissaka spilar því ekki fyrstu A-landsleiki sína í þessu verkefni en hann á að baki þrjá leiki fyrir 21 árs landslið Englendinga. Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að Wan-Bissaka hafi yfirgefið hópinn og snúið aftur heim til síns félags. Southgate ákvað að kalla ekki á nýjan leikmann í staðinn en í hópnum eru tveir aðrir hægri bakverðir eða þeir Trent Alexander-Arnold frá Liverpool og Kieran Trippier, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi leikmaður Atlético Madrid. Það er ljóst að það er mikil samkeppni um hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins í dag. Kyle Walker hjá Manchester City komst ekki einu sinni í hópinn því Gareth Southgate valdi frekar Wan-Bissaka í fyrsta sinn. Enska landsliðið spilar við Búlgaríu á Wembley á laugardaginn og mætir síðan Kósóvó þremur dögum síðar á St Mary's, heimavelli Southampton. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Bakvörður Manchester United hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna bakmeiðsla. Aaron Wan-Bissaka hefur spilað vel í fyrstu leikjum sínum með Manchester United en ekkert verður að því að hann fái tækifæri með enska landsliðinu í þessu landsleikjahléi. Gareth Southgate valdi Aaron Wan-Bissaka í hópinn fyrir leikina á móti Búlgaríu og Kósóvó í undankeppni EM 2020 en Wan-Bissaka varð að draga sig út úr hópnum vegna bakmeiðsla.Manchester United full-back Aaron Wan-Bissaka has withdrawn from the England squad because of a back injury. More https://t.co/ZWIbiU769dpic.twitter.com/2zMORtNpfK — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019 Aaron Wan-Bissaka spilar því ekki fyrstu A-landsleiki sína í þessu verkefni en hann á að baki þrjá leiki fyrir 21 árs landslið Englendinga. Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að Wan-Bissaka hafi yfirgefið hópinn og snúið aftur heim til síns félags. Southgate ákvað að kalla ekki á nýjan leikmann í staðinn en í hópnum eru tveir aðrir hægri bakverðir eða þeir Trent Alexander-Arnold frá Liverpool og Kieran Trippier, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi leikmaður Atlético Madrid. Það er ljóst að það er mikil samkeppni um hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins í dag. Kyle Walker hjá Manchester City komst ekki einu sinni í hópinn því Gareth Southgate valdi frekar Wan-Bissaka í fyrsta sinn. Enska landsliðið spilar við Búlgaríu á Wembley á laugardaginn og mætir síðan Kósóvó þremur dögum síðar á St Mary's, heimavelli Southampton.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira