Sveiflan allsráðandi næstu daga í borginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 08:45 Hilmar hefur spilað með flestum íslenskum einstaklingum í jazzheiminum á Íslandi. Í kvöld er hann einn á ferð. Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira