Sveiflan allsráðandi næstu daga í borginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 08:45 Hilmar hefur spilað með flestum íslenskum einstaklingum í jazzheiminum á Íslandi. Í kvöld er hann einn á ferð. Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur heldur hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíðarinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptekinn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja vetrarstarfið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tónlistarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þórissyni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á einhverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir flestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tónleikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal einstaklingum, flestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira