Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. september 2019 09:00 Air Force Two, flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli um eittleytið í dag. Varaforsetinn verður hér á landi í sjö klukkutíma. hari Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. Hjónin lentu á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:45 á vélinni Air Force Two og byrjuðu á því að drekka kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid, forsetafrú, klukkan 14 í Höfða. Að kaffidrykkju lokinni með forsetahjónunum tók Pence þátt í viðskiptaþingi í Höfða sem hófst klukkan 14:30. Rúmum klukkutíma síðar fór varaforsetinn í skoðunarferð um Höfða og hélt þaðan út á varnarsvæðið í Keflavík þar sem hann kynnti sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Tvíhliða fundur hans með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli hófst lítillega eftir áætlun, eða um klukkan 19, áður en hann og Karen, kona hans, héldu af landi brott tæpum klukkutíma síðar. Vísir fylgdist grannt með heimsókn Pence og var meðal annars með beinar útsendingar frá Keflavíkurflugvelli og Höfða. Allt það helsta um heimsókn Pence má nálgast í Vaktinni hér fyrir neðan.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. Hjónin lentu á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:45 á vélinni Air Force Two og byrjuðu á því að drekka kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid, forsetafrú, klukkan 14 í Höfða. Að kaffidrykkju lokinni með forsetahjónunum tók Pence þátt í viðskiptaþingi í Höfða sem hófst klukkan 14:30. Rúmum klukkutíma síðar fór varaforsetinn í skoðunarferð um Höfða og hélt þaðan út á varnarsvæðið í Keflavík þar sem hann kynnti sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Tvíhliða fundur hans með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli hófst lítillega eftir áætlun, eða um klukkan 19, áður en hann og Karen, kona hans, héldu af landi brott tæpum klukkutíma síðar. Vísir fylgdist grannt með heimsókn Pence og var meðal annars með beinar útsendingar frá Keflavíkurflugvelli og Höfða. Allt það helsta um heimsókn Pence má nálgast í Vaktinni hér fyrir neðan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira