Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2019 15:14 Sigtryggur Ari þorði ekki að fara með byssur sínar út í bíl vegna lífvarða Pence og þurfti því að fresta för sinni austur á land. fbl/Sigtryggur Ari „Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn. Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
„Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn.
Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00