Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2019 21:07 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. VÍSIR/ANTON Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda