Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 16:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir við fjölmiðlamenn fyrir framan Höfða. hari Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún. Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún.
Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30