Sauðfjárbónda blöskrar umræðan um kjöt í skólum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2019 19:15 Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði. Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði.
Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira