Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 22:18 Björn Bragi Arnarsson baðst í kjöflar atviksins afsökunar á framferði sínu og sagði sig frá störfum sem kynnir í sjónvarpsþættinum Gettu betur. Skjáskot/Stöð 2 Grínistinn Björn Bragi Arnarsson, sem var harðlega gagnrýndur eftir að myndband þar sem hann sést káfa á unglingsstúlku á skyndibitastað á Akureyri fór í dreifingu í fyrra, segir að allir hlutaðeigandi séu sammála um að umræða um málið hafi að miklu leyti verið „algjör þvæla“. Þá segir hann að málið hafi verið honum afar þungbært. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum eftir að myndbandið komst í dreifingu í október í fyrra. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu og stúlkan sendi fjölmiðlun tilkynningu þar sem hún sagði snertinguna hafa valdið sér óþægindum en hún tæki afsökunarbeiðni Björns Braga gilda. Björn Bragi lét lítið fyrir sér fara næstu mánuði og sagði sig meðal annars frá spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem hann hafði verið kynnir. Í janúar síðastliðnum sneri hann aftur með uppistandssýningu Mið-Íslands. Í ágúst tilkynnti hann svo um nýja uppistandssýningu undir heitinu „Björn Bragi Djöfulsson“. Með honum í sýningunni verður Anna Svava Knútsdóttir, grínisti, en þau frumsýna uppistandið þann 13. september næstkomandi í Gamla bíói. Myndi aldrei setja upp sýningu í óþökk stúlkunnar Björn Bragi ræddi myndbandið og eftirköstin af óviðeigandi hegðun sinni í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag í kvöld. Þar þvertók hann fyrir að ætla að gera sér mat úr hinu umdeilda framferði sínu á ósmekklegan hátt í uppistandinu. „Ég myndi aldrei vera að fara af stað með eitthvað „show“ sem væri óviðeigandi eða á einhvern hátt í óþökk hennar, stelpunnar, eða fjölskyldu hennar. Þvert á móti þá er þetta allt saman gert í fullu samráði við þau og með stuðningi og hvatningu þeirra.“ Þá viðurkenndi Björn Bragi að málið hefði verið honum afar þungbært og það hafi tekið sinn toll af geðheilsu hans. „Að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð, það er bara mjög erfitt og auðvitað fer maður bara mjög langt niður við það.“ Átti skilið að líða illa Hann sagðist þó sýna reiði fólks vegna málsins skilning. „Ég auðvitað varð mér algjörlega til skammar og hagaði mér eins og hálfviti. Það er engum öðrum en mér að kenna, eins og ég hef alltaf sagt, og ég skil mjög vel að fólki hafi verið brugðið þegar þetta kom upp og jafnvel svolítið reitt út í mig,“ sagði Björn Bragi. „En svo það sem er sagt og skrifað um þetta mál var að mjög stóru leyti algjör þvæla og um það eru allir sem tengjast málinu algjörlega sammála. Frá upphafi hefur ekki verið neitt annað en mjög gott á milli okkar og ekkert annað en vinskapur og kærleikur í báðar áttir.“ Hvernig brást fjölskylda þín við?„Hún sýndi mér bara ást og stuðning sem ég þurfti á að halda. En auðvitað átti ég alveg skilið að líða illa og fá yfir mig skít. Ég kallaði það bara sjálfur yfir mig. Ég skil að fólki hafi verið brugðið og ósátt við mig, eins og ég var sjálfur.“ Stuðningsmyndbandið vakti mikla lukkuBjörn Bragi sagðist jafnframt hafa verið í góðu og miklu sambandi við stúlkuna og fjölskyldu hennar síðustu mánuði. Síðasta vor, þegar stúlkan bauð sig fram í kosningum í skólanum, hafi hún til að mynda fengið hann til að koma fram í stuðningsmyndbandi fyrir hana. Myndbandið hafi vakið mikla lukku. Þá hafi hann boðið stúlkunni og fjölskyldu hennar að mæta á sýninguna, sem þau hyggist gera. „Þegar ég fór aftur af stað að sýna þá var mikil áskorun og erfitt að stíga aftur á svið eftir að hafa gert sig að fífli fyrir framan alla og hagað sér eins og asni. Þá skipti það mig ótrúlega miklu máli, og mér þótti ótrúlega vænt um, að fá þeirra stuðning og hvatningu til að halda áfram.“ Björn Bragi lagði einnig mikla áherslu á að vanda verði umræðu um málið. Hann sé ekki sá eini sem þar eigi í hlut. „Fólk verður líka að hugsa um að þetta mál snýst ekki bara um mig og mér fannst ósanngjarnt hvernig hún var dregin inn í svona umræðu og gerð að einhverju fórnarlambi sem hún sagði strax í byrjun að hún upplifði sig ekki sem, hún sagði það mjög skýrt.“Viðtalið við Björn Braga og Önnu Svövu í Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Gettu betur Tengdar fréttir Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Björn Bragi íhugaði að flytja úr landi og koma aldrei aftur Kynnir til leiks nýja uppistandssýningu sem ber heitið Björn Bragi Djöfulsson, en tónlistarkonan Leoncie kallaði Björn Braga það. 21. ágúst 2019 21:44 Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11 „Skil vel að ég sé gagnrýndur“ "Ég fékk yfir mig skít og átti það fyllilega skilið.“ 5. september 2019 12:30 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Grínistinn Björn Bragi Arnarsson, sem var harðlega gagnrýndur eftir að myndband þar sem hann sést káfa á unglingsstúlku á skyndibitastað á Akureyri fór í dreifingu í fyrra, segir að allir hlutaðeigandi séu sammála um að umræða um málið hafi að miklu leyti verið „algjör þvæla“. Þá segir hann að málið hafi verið honum afar þungbært. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum eftir að myndbandið komst í dreifingu í október í fyrra. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu og stúlkan sendi fjölmiðlun tilkynningu þar sem hún sagði snertinguna hafa valdið sér óþægindum en hún tæki afsökunarbeiðni Björns Braga gilda. Björn Bragi lét lítið fyrir sér fara næstu mánuði og sagði sig meðal annars frá spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem hann hafði verið kynnir. Í janúar síðastliðnum sneri hann aftur með uppistandssýningu Mið-Íslands. Í ágúst tilkynnti hann svo um nýja uppistandssýningu undir heitinu „Björn Bragi Djöfulsson“. Með honum í sýningunni verður Anna Svava Knútsdóttir, grínisti, en þau frumsýna uppistandið þann 13. september næstkomandi í Gamla bíói. Myndi aldrei setja upp sýningu í óþökk stúlkunnar Björn Bragi ræddi myndbandið og eftirköstin af óviðeigandi hegðun sinni í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag í kvöld. Þar þvertók hann fyrir að ætla að gera sér mat úr hinu umdeilda framferði sínu á ósmekklegan hátt í uppistandinu. „Ég myndi aldrei vera að fara af stað með eitthvað „show“ sem væri óviðeigandi eða á einhvern hátt í óþökk hennar, stelpunnar, eða fjölskyldu hennar. Þvert á móti þá er þetta allt saman gert í fullu samráði við þau og með stuðningi og hvatningu þeirra.“ Þá viðurkenndi Björn Bragi að málið hefði verið honum afar þungbært og það hafi tekið sinn toll af geðheilsu hans. „Að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð, það er bara mjög erfitt og auðvitað fer maður bara mjög langt niður við það.“ Átti skilið að líða illa Hann sagðist þó sýna reiði fólks vegna málsins skilning. „Ég auðvitað varð mér algjörlega til skammar og hagaði mér eins og hálfviti. Það er engum öðrum en mér að kenna, eins og ég hef alltaf sagt, og ég skil mjög vel að fólki hafi verið brugðið þegar þetta kom upp og jafnvel svolítið reitt út í mig,“ sagði Björn Bragi. „En svo það sem er sagt og skrifað um þetta mál var að mjög stóru leyti algjör þvæla og um það eru allir sem tengjast málinu algjörlega sammála. Frá upphafi hefur ekki verið neitt annað en mjög gott á milli okkar og ekkert annað en vinskapur og kærleikur í báðar áttir.“ Hvernig brást fjölskylda þín við?„Hún sýndi mér bara ást og stuðning sem ég þurfti á að halda. En auðvitað átti ég alveg skilið að líða illa og fá yfir mig skít. Ég kallaði það bara sjálfur yfir mig. Ég skil að fólki hafi verið brugðið og ósátt við mig, eins og ég var sjálfur.“ Stuðningsmyndbandið vakti mikla lukkuBjörn Bragi sagðist jafnframt hafa verið í góðu og miklu sambandi við stúlkuna og fjölskyldu hennar síðustu mánuði. Síðasta vor, þegar stúlkan bauð sig fram í kosningum í skólanum, hafi hún til að mynda fengið hann til að koma fram í stuðningsmyndbandi fyrir hana. Myndbandið hafi vakið mikla lukku. Þá hafi hann boðið stúlkunni og fjölskyldu hennar að mæta á sýninguna, sem þau hyggist gera. „Þegar ég fór aftur af stað að sýna þá var mikil áskorun og erfitt að stíga aftur á svið eftir að hafa gert sig að fífli fyrir framan alla og hagað sér eins og asni. Þá skipti það mig ótrúlega miklu máli, og mér þótti ótrúlega vænt um, að fá þeirra stuðning og hvatningu til að halda áfram.“ Björn Bragi lagði einnig mikla áherslu á að vanda verði umræðu um málið. Hann sé ekki sá eini sem þar eigi í hlut. „Fólk verður líka að hugsa um að þetta mál snýst ekki bara um mig og mér fannst ósanngjarnt hvernig hún var dregin inn í svona umræðu og gerð að einhverju fórnarlambi sem hún sagði strax í byrjun að hún upplifði sig ekki sem, hún sagði það mjög skýrt.“Viðtalið við Björn Braga og Önnu Svövu í Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Gettu betur Tengdar fréttir Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Björn Bragi íhugaði að flytja úr landi og koma aldrei aftur Kynnir til leiks nýja uppistandssýningu sem ber heitið Björn Bragi Djöfulsson, en tónlistarkonan Leoncie kallaði Björn Braga það. 21. ágúst 2019 21:44 Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11 „Skil vel að ég sé gagnrýndur“ "Ég fékk yfir mig skít og átti það fyllilega skilið.“ 5. september 2019 12:30 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Björn Bragi íhugaði að flytja úr landi og koma aldrei aftur Kynnir til leiks nýja uppistandssýningu sem ber heitið Björn Bragi Djöfulsson, en tónlistarkonan Leoncie kallaði Björn Braga það. 21. ágúst 2019 21:44
Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11
„Skil vel að ég sé gagnrýndur“ "Ég fékk yfir mig skít og átti það fyllilega skilið.“ 5. september 2019 12:30
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35