Secret Solstice verður í Laugardal 26.-28. júní 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:03 Frá Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Vísir/Friðrik þór Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56