Indlandsforseti mun heimsækja Marel, Lambhaga og Mjólkursamsöluna Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 12:30 Ram Nath Kovind var kjörinn 14. forseti Indlands árið 2014. Með honum á myndinni er Savita Kovind forsetafrú. Getty Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira