„Þunguð kona hefur jafnmikinn rétt og aðrir til að hafna meðferð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2019 12:54 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 „Plássið er alltof lítið og ekki hannað fyrir nútímakröfur um fæðingadeildir. Aðstaðan leyfir ekki það næði sem er nauðsynlegt né þá hreyfingu sem væri æskileg fyrir fæðandi konur,“ skrifar Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingateymis Landspítala í pistli í nýju tölublaði Læknablaðsins. Ástæða skrifanna er viðtal við Ronju Mogensen myndlistarkonu sem birtist í Fréttablaðinu, með fyrirsögninni Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima. Ronja hafði ætlað að eignast sitt fyrsta barn í laug heima ásamt heimaljósmóður en endaði á að fæða á sjúkrahúsi.„Mér leið svo ótrúlega undarlega af því að fyrir fæðinguna hafði ég verið svo ótrúlega örugg en missti síðan allt traust á sjálfri mér og streittist gegn því sem var að gerast í líkama mínum með því að samþykkja að fara á spítala.“ Fyrir næstu fæðingu ákvað hún þá að fæða heima alein, án aðstoðar fagfólks. Mikil umræða skapaðist í samfélaginu um þetta viðtal. Fyrirsögn greinar Huldu er Má kona fæða ein? „Um var að ræða ósköp fallega lýsingu á fæðingu en það óvenjulega var að hún ákvað að eiga barnið heima án nokkurrar aðkomu fagfólks. Henni til stuðnings var barnsfaðirinn og allt gekk hratt og eðlilega fyrir sig og fylgdu viðtalinu fallegar myndir af fjölskyldunni,“ skrifar Hulda um viðtalið við Ronju. Hulda bendir á að lesendur hafi verið fljótir að bregðast við sögu Ronju. „Eins og oft þegar fæðingar verða að umræðuefni voru skoðanir fólks mjög skiptar, allt frá því að fólk hefði á orði að þetta hlyti að vera ólöglegt yfir í að þetta væri birtingarmynd hins algjöra kvenfrelsis.“ Yfirlæknir fæðingateymis Landspítalans.segir að óskandi væri að bæði væri hægt að tryggja öryggi fæðandi kvenna og koma til móts við mismunandi þarfir þeirra með bættri aðstöðu og viðmóti, þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd.Vísir/VilhelmStundum erfið reynsla að baki Hulda segir að erfitt sé að átta sig á því hversu algengar fæðingar án aðstoðar fagmanna séu hér á landi en það sé líklega fátítt. „Fyrrum þótti illbýlt á svæðum þar sem ekki var hægt að ná í aðstoð fyrir konur í barnsnauð. Þegar konur hafna fæðingarhjálp í okkar nútímasamfélagi liggur stundum erfið fæðingarreynsla að baki, stundum hið gagnstæða, en sammerkt er sannfæring um getu eigin líkama til að ráða við fæðinguna án truflana og inngripa og löngun til að stýra aðstæðum. Við megum ekki gleyma því að þunguð kona hefur jafnmikinn rétt og aðrir til að hafna meðferð svo framarlega sem hún er ekki haldin andlegum veikindum sem gætu skert getu hennar til að taka ákvarðanir um líf og heilsu.“ Hún segir að fólk ætti að horfa inn á við og spyrja af hverju konur vilji ekki þiggja aðstoð. „Er eitthvað við framkomu okkar eða þær aðstæður sem við bjóðum konum að fæða börn sín í sem gæti verið fráhrindandi? Sumum konum finnst tæknileg sjúkrastofa með öllum öryggisbúnaði mjög aðlaðandi kostur meðan aðrar hræðast slíkar aðstæður og vilja heimilislegt umhverfi með ró og næði. Enn aðrar finna mesta öryggið á eigin heimili.“Klemens Hannigan og Ronja Mogensen ásamt dætrum sínum Valkyrju og Aþenu.Fréttablaðið/ValliHulda segir að það sé margt í fæðingarferlinu sem þurfi að huga að. „Ef við tökum ekki tillit til þarfa fæðandi kvenna fyrir næði og stjórn á aðstæðum eigum við á hættu að þær hrekjist frá okkur í aðstæður sem tryggja síður öryggi móður og barns. Vegna óvissu um skráningu er erfitt að svara því með nákvæmni hve áhættusamt sé að fæða án aðstoðar. Það má áætla að kona sem hefur sótt mæðravernd, hefur fætt eðlilega áður, er ung og hraust eigi mjög góðar líkur á því að fæða án nokkurra inngripa eða alvarlegra fylgikvilla.“ Hún bendir á að fylgikvillar fæðingar sjást ekki alltaf fyrir en fagfólk geti brugðist tímanlega við, sem er sérstaklega mikilvægt í bráðaaðstæðum í fæðingum. „Við álítum að fæðingarhjálp hérlendis sé með því besta sem gerist í heiminum, útkoma mæðra og nýbura styður það. Það er samt ekki alltaf þannig að upplifun kvennanna sé jafn frábær og spilar auðvitað margt þar inn í. Þó við höfum vel menntað fagfólk sem vinnur af hugsjón má eflaust gera betur, bæði hvað varðar undirbúning fæðinga og aðstöðu kvenna og fjölskyldna þeirra.“Plássið of lítið Mikilvægt sé að umgangast fæðandi konur af virðingu og tillitssemi. „Við sem vinnum á Landspítala, þar sem 75% fæðinga á landinu fara fram, vitum að plássið er alltof lítið og ekki hannað fyrir nútímakröfur um fæðingadeildir. Aðstaðan leyfir ekki það næði sem er nauðsynlegt né þá hreyfingu sem væri æskileg fyrir fæðandi konur. Óskandi væri að við gætum bæði tryggt öryggi sem best en á sama tíma komið til móts við mismunandi þarfir fæðandi kvenna með bættri aðstöðu og viðmóti þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd.“Hægt er að lesa greinina Má kona fæða ein? á vef Læknablaðsins. Viðtalið við Ronju má lesa í heild sinni hér á Vísi. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu. 10. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Plássið er alltof lítið og ekki hannað fyrir nútímakröfur um fæðingadeildir. Aðstaðan leyfir ekki það næði sem er nauðsynlegt né þá hreyfingu sem væri æskileg fyrir fæðandi konur,“ skrifar Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingateymis Landspítala í pistli í nýju tölublaði Læknablaðsins. Ástæða skrifanna er viðtal við Ronju Mogensen myndlistarkonu sem birtist í Fréttablaðinu, með fyrirsögninni Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima. Ronja hafði ætlað að eignast sitt fyrsta barn í laug heima ásamt heimaljósmóður en endaði á að fæða á sjúkrahúsi.„Mér leið svo ótrúlega undarlega af því að fyrir fæðinguna hafði ég verið svo ótrúlega örugg en missti síðan allt traust á sjálfri mér og streittist gegn því sem var að gerast í líkama mínum með því að samþykkja að fara á spítala.“ Fyrir næstu fæðingu ákvað hún þá að fæða heima alein, án aðstoðar fagfólks. Mikil umræða skapaðist í samfélaginu um þetta viðtal. Fyrirsögn greinar Huldu er Má kona fæða ein? „Um var að ræða ósköp fallega lýsingu á fæðingu en það óvenjulega var að hún ákvað að eiga barnið heima án nokkurrar aðkomu fagfólks. Henni til stuðnings var barnsfaðirinn og allt gekk hratt og eðlilega fyrir sig og fylgdu viðtalinu fallegar myndir af fjölskyldunni,“ skrifar Hulda um viðtalið við Ronju. Hulda bendir á að lesendur hafi verið fljótir að bregðast við sögu Ronju. „Eins og oft þegar fæðingar verða að umræðuefni voru skoðanir fólks mjög skiptar, allt frá því að fólk hefði á orði að þetta hlyti að vera ólöglegt yfir í að þetta væri birtingarmynd hins algjöra kvenfrelsis.“ Yfirlæknir fæðingateymis Landspítalans.segir að óskandi væri að bæði væri hægt að tryggja öryggi fæðandi kvenna og koma til móts við mismunandi þarfir þeirra með bættri aðstöðu og viðmóti, þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd.Vísir/VilhelmStundum erfið reynsla að baki Hulda segir að erfitt sé að átta sig á því hversu algengar fæðingar án aðstoðar fagmanna séu hér á landi en það sé líklega fátítt. „Fyrrum þótti illbýlt á svæðum þar sem ekki var hægt að ná í aðstoð fyrir konur í barnsnauð. Þegar konur hafna fæðingarhjálp í okkar nútímasamfélagi liggur stundum erfið fæðingarreynsla að baki, stundum hið gagnstæða, en sammerkt er sannfæring um getu eigin líkama til að ráða við fæðinguna án truflana og inngripa og löngun til að stýra aðstæðum. Við megum ekki gleyma því að þunguð kona hefur jafnmikinn rétt og aðrir til að hafna meðferð svo framarlega sem hún er ekki haldin andlegum veikindum sem gætu skert getu hennar til að taka ákvarðanir um líf og heilsu.“ Hún segir að fólk ætti að horfa inn á við og spyrja af hverju konur vilji ekki þiggja aðstoð. „Er eitthvað við framkomu okkar eða þær aðstæður sem við bjóðum konum að fæða börn sín í sem gæti verið fráhrindandi? Sumum konum finnst tæknileg sjúkrastofa með öllum öryggisbúnaði mjög aðlaðandi kostur meðan aðrar hræðast slíkar aðstæður og vilja heimilislegt umhverfi með ró og næði. Enn aðrar finna mesta öryggið á eigin heimili.“Klemens Hannigan og Ronja Mogensen ásamt dætrum sínum Valkyrju og Aþenu.Fréttablaðið/ValliHulda segir að það sé margt í fæðingarferlinu sem þurfi að huga að. „Ef við tökum ekki tillit til þarfa fæðandi kvenna fyrir næði og stjórn á aðstæðum eigum við á hættu að þær hrekjist frá okkur í aðstæður sem tryggja síður öryggi móður og barns. Vegna óvissu um skráningu er erfitt að svara því með nákvæmni hve áhættusamt sé að fæða án aðstoðar. Það má áætla að kona sem hefur sótt mæðravernd, hefur fætt eðlilega áður, er ung og hraust eigi mjög góðar líkur á því að fæða án nokkurra inngripa eða alvarlegra fylgikvilla.“ Hún bendir á að fylgikvillar fæðingar sjást ekki alltaf fyrir en fagfólk geti brugðist tímanlega við, sem er sérstaklega mikilvægt í bráðaaðstæðum í fæðingum. „Við álítum að fæðingarhjálp hérlendis sé með því besta sem gerist í heiminum, útkoma mæðra og nýbura styður það. Það er samt ekki alltaf þannig að upplifun kvennanna sé jafn frábær og spilar auðvitað margt þar inn í. Þó við höfum vel menntað fagfólk sem vinnur af hugsjón má eflaust gera betur, bæði hvað varðar undirbúning fæðinga og aðstöðu kvenna og fjölskyldna þeirra.“Plássið of lítið Mikilvægt sé að umgangast fæðandi konur af virðingu og tillitssemi. „Við sem vinnum á Landspítala, þar sem 75% fæðinga á landinu fara fram, vitum að plássið er alltof lítið og ekki hannað fyrir nútímakröfur um fæðingadeildir. Aðstaðan leyfir ekki það næði sem er nauðsynlegt né þá hreyfingu sem væri æskileg fyrir fæðandi konur. Óskandi væri að við gætum bæði tryggt öryggi sem best en á sama tíma komið til móts við mismunandi þarfir fæðandi kvenna með bættri aðstöðu og viðmóti þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd.“Hægt er að lesa greinina Má kona fæða ein? á vef Læknablaðsins. Viðtalið við Ronju má lesa í heild sinni hér á Vísi.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu. 10. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30
Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu. 10. ágúst 2019 20:00