Föstudagsplaylisti Berndsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 15:13 Níunda áratugar nostalgía hefur sett svip sinn á hljóðheim Berndsen. aðsend/saga sig Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira