Fá spurningarmerki hjá íslenska liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 7. september 2019 10:30 Verður Hannes í íslenska markinu í dag? vísir/getty Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira