Kolbeinn: Vildi gefa eitthvað til baka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 18:41 Kolbeinn Sigþórsson þakkaði Erik Hamren traustið síðustu mánuði með því að skora fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag. Kolbeinn var í byrjunarliðinu ásamt Jóni Daða Böðvarssyni en þetta var í fyrsta skipti síðan á EM í Frakklandi 2016 sem þeir byrja báðir leik fyrir íslenska landsliðið. „Þetta er frábær tilfinning. Geggjað að ná að skora og gefur mér mikið,“ sagði Kolbeinn við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. Ísland vann 3-0 sigur í leiknum og fór á topp riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Við byrjuðum ekki sérlega vel en þetta fór að rúlla eftir 20 mínútur. Við fórum að vinna fleiri seinni bolta sem gaf hættulegri sóknir.“ „Mark í fyrri hálfleik róaði mannskapinn, það er mikilvægt að ná fyrsta markinu.“ Þegar Kolbeinn gekk af velli í dag stóðu áhorfendur á Laugardalsvelli upp fyrir honum, enda er framherjinn enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. „Það er ekki slæmt að fá góðan stuðning og ég get vonandi haldið áfram að gefa til baka,“ sagði Kolbeinn. „Ég vildi gefa eitthvað til baka eftir að hafa verið valinn í liðið fyrir ári þegar ég gat ekki spilað, það hjálpaði mér mjög mikið.“ „Ég er að komast í betra stand, völlurinn var þungur í dag en ég er á fínum stað.“ Það er stutt í næsta leik, Ísland mætir Albaníu ytra á þriðjudag. Er Kolbeinn tilbúinn í aðrar 60 mínútur þar? „Já, ég held það. Tek næstu tvo daga í að ná mér en svo verð ég klár aftur.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson þakkaði Erik Hamren traustið síðustu mánuði með því að skora fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag. Kolbeinn var í byrjunarliðinu ásamt Jóni Daða Böðvarssyni en þetta var í fyrsta skipti síðan á EM í Frakklandi 2016 sem þeir byrja báðir leik fyrir íslenska landsliðið. „Þetta er frábær tilfinning. Geggjað að ná að skora og gefur mér mikið,“ sagði Kolbeinn við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. Ísland vann 3-0 sigur í leiknum og fór á topp riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Við byrjuðum ekki sérlega vel en þetta fór að rúlla eftir 20 mínútur. Við fórum að vinna fleiri seinni bolta sem gaf hættulegri sóknir.“ „Mark í fyrri hálfleik róaði mannskapinn, það er mikilvægt að ná fyrsta markinu.“ Þegar Kolbeinn gekk af velli í dag stóðu áhorfendur á Laugardalsvelli upp fyrir honum, enda er framherjinn enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. „Það er ekki slæmt að fá góðan stuðning og ég get vonandi haldið áfram að gefa til baka,“ sagði Kolbeinn. „Ég vildi gefa eitthvað til baka eftir að hafa verið valinn í liðið fyrir ári þegar ég gat ekki spilað, það hjálpaði mér mjög mikið.“ „Ég er að komast í betra stand, völlurinn var þungur í dag en ég er á fínum stað.“ Það er stutt í næsta leik, Ísland mætir Albaníu ytra á þriðjudag. Er Kolbeinn tilbúinn í aðrar 60 mínútur þar? „Já, ég held það. Tek næstu tvo daga í að ná mér en svo verð ég klár aftur.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira