Munaði litlu að Hamrén reyndist berdreyminn Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:43 Erik Hamrén í viðtali eftir leikinn við Henry Birgi Gunnarsson. Vísir Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira