Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 22:25 Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Vísir/AP - Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00