Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 22:26 Sigríður Á. Andersen. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35