Fleiri börn í vanda í ár Ari Brynjólfsson skrifar 9. september 2019 07:15 Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. fréttablaðið/sigtryggur ari „Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira