Það er nú ljóst að Þór frá Akureyri þarf ekki að draga lið sitt úr keppni í Dominos-deild karla í vetur vegna fjárhagsvandræða.
Það var staðfest á heimasíðu Þórs í gær. Þar staðfestir félagið að boðað hafi verið til samstöðufundar þar sem stjórn félagsins var fámenn. Nú hafa fleiri fengist til þess að starfa fyrir deildina sem léttir starf vetrarins.
Þórsarar segja þó að enn sé pláss fyrir áhugasama sem vilja taka þátt í að hjálpa körfuknattleiksdeildinni í vetur.
Þórsarar eru nýliðar í deildinni og spila sinn fyrsta leik í október á útivelli gegn Haukum.
Búið að bjarga vetrinum hjá Þórsurum

Tengdar fréttir

Segja Þór íhuga að draga lið sitt úr Domino's deildinni
Þór Akureyri gæti dregið lið sitt úr keppni í Domino's deild karla vegna fjármagnserfiðleika. Vefmiðillinn Karfan.is greinir frá þessu í dag.