Veðurfræðingur segir útflutning á sorpi ósvinnu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 14:14 Einar Sveinbjörnsson telur herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, þeirri sem Halldóra Geirharðsdóttir talar nú fyrir, afar vafasama. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sjá meira
Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05