Óánægja meðal sjúkraþjálfara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. ágúst 2019 06:00 Formaður Félags sjúkraþjálfara segir óvissu ríkja vegna fyrirhugaðs útboðs á þjónustu þeirra. Vísir/Getty „Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
„Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira