Ef marka má niðurstöður úr könnuninni má draga þá ályktun að lesendur Makamála leiti flestir til maka síns þegar þeim líður illa en yfir 3000 manns tóku þátt í heildina.
Það sem vakti aftur á móti athygli er að tæplega 30% segjast ekki leita til neins í vanlíðan sinni.
Makamál velta því fyrir sér hvort að það sé einhver munur þarna á kynjunum en konur hafa oft á tíðum verið opnari en karlmenn um vandamál sín og erfiðleika meðan karlmenn hafa stundum þá tilhneigingu til að bera harm sinn í hljóði.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan:
Hver er sá fyrsti sem þú leitar til þegar þér líður illa?
Maki - 43%
Vinur/vinkona - 15%
Foreldri/ættingi - 14%
Fagaðila - 0%
Enginn - 28%
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddu niðurstöðurnar og kynntu til leiks næstu spurning vikunnar. Hægt að er að hlusta á umræðurnar hér fyrir neðan: