Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er iðnaðarráðherra og fer með orkumálin í ríkisstjórninni. vísir/vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15