Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd John Travolta og Fred Durst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2019 20:52 John Travolta leikur aðalhlutverkið en frammistaða hans er sögð afar misheppnuð. IMDB Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times. Hollywood Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times.
Hollywood Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein