Björn Daníel: Daninn fljúgandi gjörsamlega geggjaður Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 21:54 Björn Daníel fagnar með Pétri Viðarssyni fyrr í sumar. vísir/bára „Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira