Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Að mati Hildar er auðveldara og ódýrara að flytja til Svíþjóðar en Reykjavíkur. Ungt afreksfólk vill geta stundað æfingar við bestu aðstæður, sem eru oftast nær á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Pjetur Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Erfitt getur verið fyrir ungt fólk á landsbyggðinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og stunda þar menntaskóla. Enginn menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu starfrækir heimavist. Mæðgur á Akureyri brugðu á það ráð að flytja frekar til Svíþjóðar til að elta drauma dótturinnar. Hildur Friðriksdóttir og dóttir hennar Þura Snorradóttir ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð. Þar getur Þura iðkað íþrótt sína innandyra auk þess að stunda nám í menntaskóla. „Á Akureyri er aðeins útilaug og dóttur mína langaði að æfa við betri aðstæður. Tækniæfingar í þessari íþrótt eru svolítið erfiðar utandyra,“ segir Hildur. Allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar eru staðsettar nærri höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar var það erfiðleikum háð fyrir Þuru að flytja til Reykjavíkur. „Leigumarkaðurinn í Reykjavík er hins vegar þannig að það er ógerlegt fyrir okkur að senda hana þangað.“ Fjölskyldan ákvað því að Hildur og Þura færu saman til Svíþjóðar en Snorri, eiginmaður Hildar, og yngri dóttir þeirra, verða eftir á Akureyri. „Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur,“ segir Hildur. „Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“ Þura stundar því nám á sérstakri sundíþróttalínu og æfingar eru felldar inn í stúdentsnámið. Hildur hefur fengið starf við móðurmálskennslu og á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga. Að mati Hildar er mjög skrýtið að þetta sé veruleikinn, það er hversu lítil þjónusta er fyrir hendi fyrir íslensk ungmenni af landsbyggðinni til að stunda nám í höfuðborginni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira