Innlent

Stefnir íslenska ríkinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust.
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu en hún krefst þess að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógild. Erla segir samskipti við yfirvöld vonbrigði þar sem henni hefur að eigin sögn verið mætt af lítilsvirðingu.

Erla Bolladóttir var dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Hún var sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Nú hefur hún ákveðið að stefna íslenska ríkinu en hún krefst þess að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógild.

„Ég tek þess ákvörðun í baráttu minni fyrir því að þetta mál verði hreinsað, svo að við fáum að njóta réttlætis í þessu máli og að þetta mál verði klárað réttlætismegin. Þetta verði klárað þannig að það verði leitt í ljós að meinsæri geti aldrei hafa átt sér stað þegar engin manndráp hafa átt sér stað,“ sagði Erla Bolladóttir.

Hún segir samskipti við yfirvöld hafa verið vonbrigði.

„Það hefur satt að segja verið sárt að mæta því hversu mikla lítilsvirðingu okkur hefur verið sýnd í öllum samskiptum frá því að Hæstiréttur kveður upp sinn úrskurð og allir eru sýknaðir af öllu sem við kemur þessum meintu manndrápum þá hefur framkoman verið meðólíkindum,“ sagði Erla.

Hún segist vongóð um að niðurstaðan verði sér í hag.

„Auðvitað hef ég von meðþað legg ég upp, en hvað verður við skulum bara sjá hvort að það finnst æra einhvers staðar innan raða þeirra sem að ráða,“ sagði Erla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×