Stöðvuðu kannabisframleiðslu í Kópavogi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 19:58 Talsverður erill var hjá lögreglunni í dag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag en 44 mál voru færð til bókar hjá embættinu á milli klukkan ellefu í morgun og fimm í dag. Í hádeginu var óskað eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttökunni í Fossvogi vegna ölvaðrar konu sem var til vandræða og búið að útskrifa. Lögreglan ók konunni að heimili hennar. Skömmu síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi árásar með járnröri í hverfi 101. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist þessi tilkynning ekki eiga við rök að styðjast. Önnur manneskja á vettvangi var hins vegar illa haldin vegna fíkniefnaneyslu og óskaði lögregla eftir sjúkrabifreið á vettvang. Viðkomandi var síðan flutt á sjúkrahús. Á fjórða tímanum í dag bárust lögreglu fjölmargar tilkynningar um erlendan mann sem væri að ganga á milli staða og stela úr mörgum fyrirtækjum og verslunum. Í tveimur tilvikum náði að starfsfólk að endurheimta þýfið. Lögregla fann manninn að lokum og handtók. Hann hafði meðferðis nokkuð magn af þýfi. Var í annarlegu ástandi og er vistaður í fangageymslu. Lögreglu barst tilkynning um skipulagðan þjófnað nokkurra erlendra aðila í matvöruverslun í Garðabæ. Voru þjófarnir farnir þegar lögregla mætti á vettvang. Á þriðja tímanum í dag stöðvaði lögreglan kannabisframleiðslu í Kópavogi. Þar var lagt hald á þrjátíu og níu plöntu en sakborningurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti vegna útlendinga í vinnu án allra réttinda/leyfa. Málið er í rannsókn. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag en 44 mál voru færð til bókar hjá embættinu á milli klukkan ellefu í morgun og fimm í dag. Í hádeginu var óskað eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttökunni í Fossvogi vegna ölvaðrar konu sem var til vandræða og búið að útskrifa. Lögreglan ók konunni að heimili hennar. Skömmu síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi árásar með járnröri í hverfi 101. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist þessi tilkynning ekki eiga við rök að styðjast. Önnur manneskja á vettvangi var hins vegar illa haldin vegna fíkniefnaneyslu og óskaði lögregla eftir sjúkrabifreið á vettvang. Viðkomandi var síðan flutt á sjúkrahús. Á fjórða tímanum í dag bárust lögreglu fjölmargar tilkynningar um erlendan mann sem væri að ganga á milli staða og stela úr mörgum fyrirtækjum og verslunum. Í tveimur tilvikum náði að starfsfólk að endurheimta þýfið. Lögregla fann manninn að lokum og handtók. Hann hafði meðferðis nokkuð magn af þýfi. Var í annarlegu ástandi og er vistaður í fangageymslu. Lögreglu barst tilkynning um skipulagðan þjófnað nokkurra erlendra aðila í matvöruverslun í Garðabæ. Voru þjófarnir farnir þegar lögregla mætti á vettvang. Á þriðja tímanum í dag stöðvaði lögreglan kannabisframleiðslu í Kópavogi. Þar var lagt hald á þrjátíu og níu plöntu en sakborningurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti vegna útlendinga í vinnu án allra réttinda/leyfa. Málið er í rannsókn.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira