Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 12:40 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ætlar að efna loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21