Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 08:30 Seltjarnarnes, Garðabær og Árborg eru meðal þeirra sveitarfélaga þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp. Fréttablaðið/Anton brink Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira