Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2019 21:22 Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira