Handbolti

Selfoss og Afturelding sigurvegarar á Opna Norðlenska

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslandsmeistarar Selfoss gerðu góða ferð norður
Íslandsmeistarar Selfoss gerðu góða ferð norður vísir/vilhelm
Opna Norðlenska mótið í handbolta fór fram á Akureyri um helgina en um er að ræða árlegt æfingamót þar sem leikið er í karla- og kvennaflokki og fóru leikir mótsins fram í KA-heimilinu og Íþróttahöllinni á Akureyri. 

Í karlaflokki höfðu Íslandsmeistarar Selfoss töluverða yfirburði þar sem þeir unnu alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu því uppi sem sigurvegarar. 

Afturelding stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki en Mosfellingar eru nýliðar í Olís-deild kvenna á komandi leiktíð eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðustu leiktíð. 

Úrslit mótsinsKarlar

KA 23-21 Þór

Selfoss 26-23 Fram

KA 26-31 Selfoss

Þór 26-26 Fram

Selfoss 29-20 Þór

KA 19-19 Fram

Konur

KA/Þór 37-26 HK

Afturelding 18-14 Stjarnan

KA/Þór 25-26 Afturelding

Stjarnan 24-24 HK

KA/Þór 26-29 Stjarnan

Afturelding 23-30 HK

Afturelding spilar í Olís deild kvenna næsta vetur.Mynd/Handknattleiksdeild Aftureldingar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×