Búið er að aflífa grindhvalinn sem var fastur í sjónum við Eiðsgranda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 17:53 Björgunarsveitarfólk reyndi að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi. Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Sjá meira
Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi.
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Sjá meira
Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02