Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 27. ágúst 2019 06:45 Heilsugæslan á Akureyri er í gömlu húsnæði og brýnt er að komast í nýtt húsnæði sem fyrst. Fréttablaðið/Auðunn Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent