Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:30 Dæmi er um að einstaklingur hafi greitt hátt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu á vöxtum og kostnaði til smálánafyrirtækis. Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki. Neytendur Smálán Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki.
Neytendur Smálán Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira