Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:08 Þau voru ekki beinlínis vinsamleg orðaskiptin sem fóru á milli þeirra Ólafs og Áslaugar Örnu í þingsal nú rétt í þessu. Þar er að myndast mikill hiti í umræðu um orkupakkann. Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00